Kormákur & Skjöldur


Árið 2010 stofnuðu Kormákur & Skjöldur samnefnt fatamerki. Útlitið  hefur ávallt verið litað af fortíðarþrá og efnisvalið í enska stílnum þar sem tvíd efni hafa ráðið ríkjum. Framleiðslan hefur vaxið á ári hverju og úrvalið aukist.  Hafa margir haft á orði að mikil vellíðan fylgi því að klæðast fötum frá Kormáki & Skildi.